Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Keflavík 2-2 | Nýliðarnir náðu í stig í Garðabænum Árni Jóhannsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 27. apríl 2018 22:45 Vísir/Eyþór Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur var virkilega skemmtilegur áhorfs og fengu 1439 áhorfendur sem létu sjá sig mikið fyrir aurinn sinn í kvöld. Fyrirfram var búist við miklum yfirburðum Stjörnunnar, enda spáð toppbaráttu í sumar, og kom það á daginn en ef það hefði ekki verið fyrir Sindra Kristinn Ólafsson þá hefðu heimamenn farið með nokkur mörk í forskot í hálfleik. Leikurinn jafnaðist nokkuð í seinni hálfleik og varð eilítið bragðdaufur um miðbik hálfleiks en seinustu 10 mínúturnar voru mjög æsilegar. Hilmar Árni Halldórsson kom heimamönnum í tveggja marka forystu með tveimur stórgóðum mörkum en hann fann mjög mikið pláss á miðjunni og nýtti sér það til að sækja á vörn heimamanna. Keflvíkingar neituðu þó að leggja árar í bát en á 85. mínútu minnkaði Ísak Óli Ólafsson muninn fyrir Keflavík og á þeirri 88. skoraði Frans Elvarsson glæsilegt mark sem væntanlega verður talað um í lok móts sem eitt af mörkum mótsins.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Þrautseigja Keflvíkinga borgaði sig í lok leiks en það verður að segjast eins og er að þáttur Sindra Kristins markvarðar er líklega sá mikilvægasti í því að Keflavík náði í stig í kvöld. Hann átti 4 mjög góðar markvörslur í fyrri háfleik og greip vel inn í þegar Stjörnumenn voru að gefa boltann fyrir en þeir áttu mjög greiðan aðgang upp vinstri kant gestanna í fyrri hálfleik. Sindri gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig í seinni hálfleik en ef ekki hefði verið fyrir hans leik þá hefði þessi leikur verið löngu búinn.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Hilmar Árni Halldórsson bestur. Hann skoraði tvö mörk og ef samherjar hans hefðu haft heppnina með sér hefði hann endað daginn með einhverjar stoðsendingar líka. Hann var mikið í boltanum og er sannarlega prímus mótorinn í þessu liði. Stjörnumönnum mun ganga vel í sumar ef hann á gott sumar og er leikurinn í kvöld góðs viti. Sindri Kristinn Ólafsson var maður leiksins í kvöld með frammistöðu sinni en Keflavík hefði ekki notið markvarsla hans þá hefðu stigin þrjú endað í Garðabænum. Hann hefur fengið gagnrýni á sig í aðdraganda mótsins fyrir það að hafa kannski ekki verið nógu stöðugur en hann verður að eiga gott mót til að Keflvíkingum gangi vel. Þessi frammistaða var einnig góðs viti fyrir Keflvíkinga.Hvað gekk illa? Færanýtingin hjá Stjörnunni gekk ekki vel en þeir höfðu mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur en fá ekki nema eitt stig út úr þessum leik. Færasköpun gekk illa hjá gestunum en þeir ætluðu að reyna að beita skyndisóknum í kvöld en lélegar sendingar á ögurstundu komu í veg fyrir það. Þeir voru því heppnir að fá tvö færi í lok leiks og nýta þau.Hvað næst? Það er bikarinn næst en Keflvíkingar fara í heimsókn á Hlíðarenda og mæta Val en Stjörnumenn fá Fylki í heimsókn. Bæði strembin verkefni en þau eru til þess að leysa þau. Rúnar Páll Sigmundsson: „Þetta var sárt en við verðum að taka þessu. Þetta er bara svona“.Hann var að vonum niðurlútur þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans glutraði niður tveggja marka forskoti á móti nýliðum Keflavíkur þegar liðin áttust við á Samsung vellinum fyrr í kvöld. „Þetta leit ágætlega út þegar tæpar 10 mínútur voru eftir, 2-0 yfir og með leikinn í okkar höndum. Þeir minnka svo muninn og það setti okkur pínulítið úr jafnvægi en við gátum ekkert gert við öðru markinu þeirra. Það var stórkostlegt. Frekar fúlt að tapa þessari forystu niður og já það var frekar sárt“. „Við fengum urmul af færum og góðum sóknum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel. Ég man ekki til þess að Keflavík hafi fengið færi í þessum leik fyrir utan mörkin. Kannski ekki einu sinni færi annað markið. Það var bara stórkostlegt hjá stráknum. Þetta var sárt en við verðum að taka þessu. Þetta er bara svona“. Rúnar var spurður hvort þetta myndi hafa einhver áhrif til lengri tíma en lið hans er mjög reynslumikið. „Nei nei, við erum fúlir í dag enda klúðruðum við niður sigri. Við erum fúlir í dag en tökum bara góða æfingu á morgun og gerum okkur klára í bikarleikinn á móti Fylki“.Sindri Kristinn Ólafsson: Getum betur en karakterinn góður Maður leiksins, Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur, var að vonum glaður með sína menn í kvöld en gerði sér alveg grein fyrir því að Keflavík gæti gert mikið betur en í leiknum í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð en við þurfum að átta okkur á því að við fengum á okkur tvö mörk og erum mjög ósáttir við það. Aftur á móti sýnir það mikinn karakter að hafa komið til baka hér í kvöld, það eru ekki mörg lið sem munu koma til baka á Samsung vellinum í sumar og ná í eitthvað. Ég er ánægður með liði við sýndum mikinn karakter“. Sindri átti nokkrar stórkostlegar markvörslur í dag og hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik þegar Stjörnumenn fengu flest sín færi. „Mér leið mjög vel inn á vellinum, gott veður, gott gras og góðar aðstæður. Ég átti nokkrar fínar vörslur en ég fékk tvö mörk á mig og verð að gera betur. Ég er ágætlega sáttur við minn leik í dag“. Sindri var spurður að því hvað Keflvíkingar geta tekið með sér inn í mótið úr þessum leik. „Við spiluðum heilt yfir mjög vel í dag, fyrsta markið þeirra hafði pínu heppnisstimpil, ég varði hann í stöng og svo fékk varnarmaður hjá okkur boltann í andlitið og í öðru markinu spiluðum við hrikalegan varnarleik. Við börðumst mjög vel í dag og komum til baka. Keflvíkingar gefast aldrei upp. Aldrei.“ Pepsi Max-deild karla
Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur var virkilega skemmtilegur áhorfs og fengu 1439 áhorfendur sem létu sjá sig mikið fyrir aurinn sinn í kvöld. Fyrirfram var búist við miklum yfirburðum Stjörnunnar, enda spáð toppbaráttu í sumar, og kom það á daginn en ef það hefði ekki verið fyrir Sindra Kristinn Ólafsson þá hefðu heimamenn farið með nokkur mörk í forskot í hálfleik. Leikurinn jafnaðist nokkuð í seinni hálfleik og varð eilítið bragðdaufur um miðbik hálfleiks en seinustu 10 mínúturnar voru mjög æsilegar. Hilmar Árni Halldórsson kom heimamönnum í tveggja marka forystu með tveimur stórgóðum mörkum en hann fann mjög mikið pláss á miðjunni og nýtti sér það til að sækja á vörn heimamanna. Keflvíkingar neituðu þó að leggja árar í bát en á 85. mínútu minnkaði Ísak Óli Ólafsson muninn fyrir Keflavík og á þeirri 88. skoraði Frans Elvarsson glæsilegt mark sem væntanlega verður talað um í lok móts sem eitt af mörkum mótsins.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Þrautseigja Keflvíkinga borgaði sig í lok leiks en það verður að segjast eins og er að þáttur Sindra Kristins markvarðar er líklega sá mikilvægasti í því að Keflavík náði í stig í kvöld. Hann átti 4 mjög góðar markvörslur í fyrri háfleik og greip vel inn í þegar Stjörnumenn voru að gefa boltann fyrir en þeir áttu mjög greiðan aðgang upp vinstri kant gestanna í fyrri hálfleik. Sindri gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig í seinni hálfleik en ef ekki hefði verið fyrir hans leik þá hefði þessi leikur verið löngu búinn.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Hilmar Árni Halldórsson bestur. Hann skoraði tvö mörk og ef samherjar hans hefðu haft heppnina með sér hefði hann endað daginn með einhverjar stoðsendingar líka. Hann var mikið í boltanum og er sannarlega prímus mótorinn í þessu liði. Stjörnumönnum mun ganga vel í sumar ef hann á gott sumar og er leikurinn í kvöld góðs viti. Sindri Kristinn Ólafsson var maður leiksins í kvöld með frammistöðu sinni en Keflavík hefði ekki notið markvarsla hans þá hefðu stigin þrjú endað í Garðabænum. Hann hefur fengið gagnrýni á sig í aðdraganda mótsins fyrir það að hafa kannski ekki verið nógu stöðugur en hann verður að eiga gott mót til að Keflvíkingum gangi vel. Þessi frammistaða var einnig góðs viti fyrir Keflvíkinga.Hvað gekk illa? Færanýtingin hjá Stjörnunni gekk ekki vel en þeir höfðu mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur en fá ekki nema eitt stig út úr þessum leik. Færasköpun gekk illa hjá gestunum en þeir ætluðu að reyna að beita skyndisóknum í kvöld en lélegar sendingar á ögurstundu komu í veg fyrir það. Þeir voru því heppnir að fá tvö færi í lok leiks og nýta þau.Hvað næst? Það er bikarinn næst en Keflvíkingar fara í heimsókn á Hlíðarenda og mæta Val en Stjörnumenn fá Fylki í heimsókn. Bæði strembin verkefni en þau eru til þess að leysa þau. Rúnar Páll Sigmundsson: „Þetta var sárt en við verðum að taka þessu. Þetta er bara svona“.Hann var að vonum niðurlútur þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans glutraði niður tveggja marka forskoti á móti nýliðum Keflavíkur þegar liðin áttust við á Samsung vellinum fyrr í kvöld. „Þetta leit ágætlega út þegar tæpar 10 mínútur voru eftir, 2-0 yfir og með leikinn í okkar höndum. Þeir minnka svo muninn og það setti okkur pínulítið úr jafnvægi en við gátum ekkert gert við öðru markinu þeirra. Það var stórkostlegt. Frekar fúlt að tapa þessari forystu niður og já það var frekar sárt“. „Við fengum urmul af færum og góðum sóknum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel. Ég man ekki til þess að Keflavík hafi fengið færi í þessum leik fyrir utan mörkin. Kannski ekki einu sinni færi annað markið. Það var bara stórkostlegt hjá stráknum. Þetta var sárt en við verðum að taka þessu. Þetta er bara svona“. Rúnar var spurður hvort þetta myndi hafa einhver áhrif til lengri tíma en lið hans er mjög reynslumikið. „Nei nei, við erum fúlir í dag enda klúðruðum við niður sigri. Við erum fúlir í dag en tökum bara góða æfingu á morgun og gerum okkur klára í bikarleikinn á móti Fylki“.Sindri Kristinn Ólafsson: Getum betur en karakterinn góður Maður leiksins, Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur, var að vonum glaður með sína menn í kvöld en gerði sér alveg grein fyrir því að Keflavík gæti gert mikið betur en í leiknum í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð en við þurfum að átta okkur á því að við fengum á okkur tvö mörk og erum mjög ósáttir við það. Aftur á móti sýnir það mikinn karakter að hafa komið til baka hér í kvöld, það eru ekki mörg lið sem munu koma til baka á Samsung vellinum í sumar og ná í eitthvað. Ég er ánægður með liði við sýndum mikinn karakter“. Sindri átti nokkrar stórkostlegar markvörslur í dag og hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik þegar Stjörnumenn fengu flest sín færi. „Mér leið mjög vel inn á vellinum, gott veður, gott gras og góðar aðstæður. Ég átti nokkrar fínar vörslur en ég fékk tvö mörk á mig og verð að gera betur. Ég er ágætlega sáttur við minn leik í dag“. Sindri var spurður að því hvað Keflvíkingar geta tekið með sér inn í mótið úr þessum leik. „Við spiluðum heilt yfir mjög vel í dag, fyrsta markið þeirra hafði pínu heppnisstimpil, ég varði hann í stöng og svo fékk varnarmaður hjá okkur boltann í andlitið og í öðru markinu spiluðum við hrikalegan varnarleik. Við börðumst mjög vel í dag og komum til baka. Keflvíkingar gefast aldrei upp. Aldrei.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti