„Það væri gott að hafa sérfræðingana hjá sér“ Sigrún Harðardóttir og Ingibjörg Karlsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun