De Rossi: Liverpool sparkaði bara hátt og langt Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 12:30 Daniele De Rossi svekktur í gær. vísir/getty Liverpool gerði lítið annað en að sparka boltanum bara hátt og langt í 5-2 sigrinum gegn Roma í gærkvöldi segir Daniele De Rossi, fyrirliði Rómverja. Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir þriggja marka sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinn í gærkvöldi þar sem að Mohamed Salah skoraði tvö og lagði upp önnur tvö. Rómverjar lentu 5-0 undir áður en að þeir svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum og gerðu seinni leikinn að minnsta kosti áhugaverðan þó svo að möguleikar liðsins séu ekki miklir. „Við eigum ekki að fá á okkur svona mörg mörk. Við spiluðum af krafti en okkur á miðjunni fannst við ekki taka mikinn þátt í leiknum þar sem að Liverpool-liðið sneiddi bara framhjá henni. Þeir voru bara í því að sparka langt fram völlinn, sama hvar þeir stóðu,“ sagði svekktur Rossi við Mediaset Premium eftir leikinn.„Mér finnst munurinn á þessu tapi og gegn Barcelona að við vorum við óheppnir og ýmislegt féll ekki með okkur. Við byrjuðum vel fyrstu 20-25 mínúturnar en síðan lentum við í basli við að valda svæðin okkar og það er erfitt því framherjar Liverpool eru svo fljótir.“ Róma tapaði, 4-1, í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Barcelona en vann seinni leikinn, 3-0. Liðið þarf sömu úrslit í seinni leiknum á móti Liverpool ætli það sér alla leið. „Við verðum að minnast þess sem við gerðum í átta liða úrslitunum á móti Barcelona. Það sýndi okkur að allt er hægt og við höfum skyldum að gegna gagnvart okkur sjálfum, félaginu og allra helst fólkinu í Róm,“ sagði Daniele De Rossi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Chamberlain alvarlega meiddur Alex Oxlada-Chamberlain verður að öllum líkindum lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool gegn Roma í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 25. apríl 2018 06:00 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
Liverpool gerði lítið annað en að sparka boltanum bara hátt og langt í 5-2 sigrinum gegn Roma í gærkvöldi segir Daniele De Rossi, fyrirliði Rómverja. Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir þriggja marka sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinn í gærkvöldi þar sem að Mohamed Salah skoraði tvö og lagði upp önnur tvö. Rómverjar lentu 5-0 undir áður en að þeir svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum og gerðu seinni leikinn að minnsta kosti áhugaverðan þó svo að möguleikar liðsins séu ekki miklir. „Við eigum ekki að fá á okkur svona mörg mörk. Við spiluðum af krafti en okkur á miðjunni fannst við ekki taka mikinn þátt í leiknum þar sem að Liverpool-liðið sneiddi bara framhjá henni. Þeir voru bara í því að sparka langt fram völlinn, sama hvar þeir stóðu,“ sagði svekktur Rossi við Mediaset Premium eftir leikinn.„Mér finnst munurinn á þessu tapi og gegn Barcelona að við vorum við óheppnir og ýmislegt féll ekki með okkur. Við byrjuðum vel fyrstu 20-25 mínúturnar en síðan lentum við í basli við að valda svæðin okkar og það er erfitt því framherjar Liverpool eru svo fljótir.“ Róma tapaði, 4-1, í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Barcelona en vann seinni leikinn, 3-0. Liðið þarf sömu úrslit í seinni leiknum á móti Liverpool ætli það sér alla leið. „Við verðum að minnast þess sem við gerðum í átta liða úrslitunum á móti Barcelona. Það sýndi okkur að allt er hægt og við höfum skyldum að gegna gagnvart okkur sjálfum, félaginu og allra helst fólkinu í Róm,“ sagði Daniele De Rossi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Chamberlain alvarlega meiddur Alex Oxlada-Chamberlain verður að öllum líkindum lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool gegn Roma í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 25. apríl 2018 06:00 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15
Chamberlain alvarlega meiddur Alex Oxlada-Chamberlain verður að öllum líkindum lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool gegn Roma í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 25. apríl 2018 06:00
Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04
Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30