Ónýtur aur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar