Stórar hugmyndir án útfærslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 07:00 Í stefnuræðu sinni hvatti Sigmundur til þess að Íslendingar notuðu meira af olíu og gasi í stað kola. Vísir/ernir „Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30
Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35
Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53