Ástæðan fyrir því að andstæðingarnir í D2: The Mighty Ducks voru íslenskir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 19:00 Mörgum Íslendingum er hlýtt til Andanna miklu þrátt fyrir hvernig íslenska liðið var sýnt í myndinni. Vísir / AFP The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira