Lífið

Berglind Festival lærir að dansa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Berglind reyndi allt hvað hún gat að læra skrefin.
Berglind reyndi allt hvað hún gat að læra skrefin.
Berglind Festival heldur áfram að fylgjast með æfingum Íslenska dansflokksins fyrir Hin lánsömu eftir Anton Lachky.

Hin lánsömu er frumsýnt í næstu viku en verkið einkennist af kraftmiklum og hröðum dansi þar sem dansararnir fá svo sannarlega að njóta sín.

Í þessum öðrum þætti Berglind Dansfestival fær hún Tönju Marín Friðjónsdóttur, dansara Íslenska dansflokksins, til að kenna sér brot úr sýningunni. 

Elín Signý Weywadt dansara segir Berglindi frá því fyrir hverju hún er spenntust í sýningunni og dansararnir Einar Aas Nikkerud og Sigurður Andrean Sigurgeirsson ræða stökkkraft Einars.

Þetta er í annað skiptið sem Anton Lachky semur fyrir Íslenska dansflokkinn en árið 2012 vann hann Grímuverðlaunin sem Danshöfundur ársins fyrir verkið Fullkominn dagur til drauma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.