Allt undir á Ásvöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2018 10:30 Haukar, Valur, Dominosdeildin, Domino's deild kvenna, karfa, körfubolti, 2018, úrslit Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira