Innflytjendur fá röng boð um kosningarétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2018 08:00 Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Pjetur Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira