Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 15:29 Mótmælendur hafa atað höfuðstöðvar Novartis í Grikklandi út í málningu. Fyrirtækið er sakað um að múta stjórnmálamönnum, embættismönnum og læknum þar og um að blása upp lyfjaverð. Vísir/AFP Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17