Lífið

Ari komst ekki áfram í úrslitin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ari tók sig vel út á sviðinu en bak við hann glittir í höfund lagsins, Þórunni Ernu Clausen.
Ari tók sig vel út á sviðinu en bak við hann glittir í höfund lagsins, Þórunni Ernu Clausen. vísir/ap
Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag.

Ari flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. Er þetta fjórða árið í röð sem Ísland kemst ekki upp úr undanriðli og í úrslit.

Þær þjóðir sem komust áfram eru:

 

Austurríki

Eistland

Kýpur

Litháen

Ísrael

Tékkland

Búlgaría

Albanía

Finnland

Írland

Í fyrra fór Svala Björgvinsdóttir í Eurovision fyrir Íslands hönd með lagið Paper en komst ekki áfram.

Árið 2016 var Greta Salóme fulltrúi okkar og flutti lagið Hear Them Calling. Hún komst ekki áfram.

Það var svo María Ólafsdóttir sem fór út árið 2015 með lagið Unbroken og komst ekki áfram.

Sjö sinnum fór Ísland hins vegar í úrslit Eurovision árin á undan.

Árið 2014 fór Pollapönk í úrslit með lagið No Prejudice.

Árið 2013 fór Eyþór Ingi Gunnlaugsson í úrslit með lagið Ég á líf.

Árið 2012 fóru Greta Salóme og Jónsi í úrslit Eurovision með lagið Never Forget.

Árið 2011 fóru Vinir Sjonna í úrslit með lagið Coming Home.

Árið 2010 fór Hera Björk í úrslit með lagið Je ne sais Quoi.

Árið 2009 fór Jóhanna Guðrún í úrslit með lagið Is it True?

Árið 2008 fór Eurobandið í úrslit með lagið This Is My Life.

Hér fyrir neðan má sjá Ara á sviðinu í Lissabon í kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.