Lífið

#12stig: Fylgstu með fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á Twitter

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Söngvarinn Netta frá Ísrael í góðu stuði á dómararennslinu í gærkvöldi. Henni er spáð góðu gengi í kvöld.
Söngvarinn Netta frá Ísrael í góðu stuði á dómararennslinu í gærkvöldi. Henni er spáð góðu gengi í kvöld. vísir/getty
Enn á ný sameinast þjóðin fyrir framan sjónvarpið í kvöld og fylgist með þegar fulltrúi Íslands, í þetta sinn Ari Ólafsson, stígur á svið í Eurovision.

Keppnin í ár fer fram í Lissabon í Portúgal en Ari er annar á svið í kvöld sem er fyrra undanúrslitakvöldið af tveimur. Flytur hann lagið Our Choice.

Eins og undanfarin ár má búast við því að Íslendingar láti í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem notast er við myllumerkið #12stig.

 

Hér fyrir neðan verða tekin saman bestu tístin og greinin uppfærð jafnt og þétt á meðan á keppni stendur en einnig er hægt að fylgjast með umræðunni á #12stig neðst í fréttinni. 

Það er þriðjudagur og Eurovision eins og sést.

Söngkonan Salka Sól er ánægð með okkar mann.

Ari snertir strengi.

Við munum öll eftir Jóhönnu Guðrúnu og Is It True? árið 2009. Ætli Ari komist jafn langt í keppninni?

Samt alveg hresst lag. Eða taktur.



Nettu er spáð góðu gengi en útvarpsmaðurinn Doddi litli er ekki hrifinn.

Kjóll eistnesku söngkonunnar hefur vakið athygli á Twitter.

Ari er alsæll með kvöldið.

Hvar er draumurinn? Hvar eru öll tilboðin?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ánægð með Ara.

Sumir skilja ekki að á meðan Eurovision er í gangi má ekki gera hvað sem er.

Einar Bárða spáir því að Írland muni skora hátt í kvöld.

Að eilífu, skjáauglýsingar.


Tengdar fréttir

Þetta eru lögin sem Ari etur kappi við í kvöld

Ara Ólafssyni hefur verið spáð miður góðu gengi í keppninni í ár og ekki er talið líklegt að hann verði á meðal þeirra tíu keppenda sem komast áfram á lokakvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.