Hjólar hringinn í kringum landið og lýkur för á Vogi Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Arnór Gauti Helgason ætlar að hjóla um 1300 kílómetra. Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira