Lífið

Bjartsýnn fyrir kvöldið

Benedikt Bóas skrifar
Ari var glæsilegur og stutt í sprellið skömmu áður en hann fór á bláa dregilinn í Lissabon um helgina.
Ari var glæsilegur og stutt í sprellið skömmu áður en hann fór á bláa dregilinn í Lissabon um helgina. Andres Putting
Það er svolítið fyndið og mjög merkilegt að hitta alla þessa aðdáendur sem vita að því er virðist allt um mann,“ segir Ari Ólafsson sem mun stíga á svið í kvöld á stóra sviðinu í Lissabon þegar fyrri undanúrslitariðillinn fer fram.

Ari er annar á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal en hann segist hafa notið hverrar stundar í þessu Eurovis­ion-ferðalagi sínu. Eitt sem hafi komið honum á óvart er hversu stór Eurovision-heimurinn, sé. „Hann er miklu stærri en ég átti von á. Þetta er svolítið djúp laug sem ég stakk mér út í og ótrúlega mikið af aðdáendum en góðu fólki í kringum þetta batterí.“

„Ég hef alltaf sagt að þetta væri stærsti atburður utan íþróttanna sem er sýndur um heiminn og nú eru Bandaríkin og Asía búin að bætast við svo þessi heimur fer stækkandi.“

Vel hefur gengið á æfingum hjá Ara og félögum og sagði blaðamaður breska dagblaðsins Metro, Benny Royston, Ara eiga möguleika á að komast í úrslit.Andres Putting
Ari naut sín á bláa dreglinum þar sem brosið hans bræddi fjölmörg hjörtu, bæði blaðamanna og aðdáenda. „Það var mjög gaman að labba eftir dreglinum. Það var skemmtileg stund að hitta allt þetta fólk og spjalla. Það var líka gott veður og maður naut sólarinnar,“ segir hann.

Ari viðurkennir að Eurovision hafi opnað fjölmargar dyr sem geti hjálpað honum í framtíðinni. „Ég get ekki alveg farið út í það. En það hafa komið upp tækifæri sem munu vonandi hjálpa mér í framtíðinni,“ segir Ari sem er bjartsýnn fyrir kvöldið. „Áfram Ísland,“ segir hann og hlær. 


Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.