Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2018 19:17 Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag. Kosningar 2018 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag.
Kosningar 2018 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira