Eyðimerkurgöngu Íslands í Eurovision langt frá því að vera lokið að mati erlendra blaðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 11:00 Ari Ólafsson flytur lagið Our Choice í Eurovision. RÚV Það blæs ekki byrlega með Ara Ólafssyni fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, eða ef marka má umsagnir erlendra blaðamanna um lagið sem hann flytur Our Choice. Ari stígur á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal næstkomandi þriðjudagskvöld en undanfarnir dagar hafa farið í æfingar og blaðamannafundi þar sem lagið er kynnt. Þeir blaðamenn sem hafa fylgst með æfingunum úti eru á því að eyðimerkurganga Íslands í Eurovision muni halda áfram þetta árið, það er að Ísland komist ekki í úrslit keppninnar í ár, líkt og þrjú síðustu ár. Anthony Granger, hjá Eurovix, hefur fylgst með æfingum Ara, þar á meðal æfingunni sem átti sér stað í dag.Granger er þeirrar skoðunar að Ari muni ekki komast upp úr undanriðlinum. Blaðamaður breska dagblaðsins Metro, Benny Royston, segir hins vegar að Ari eigi möguleika á að komast í úrslit Eurovision. Að hans mati er Ara frábær söngvari og engin furða að hann sé ein af efnilegustu stjörnum Íslands. „Við erum afar hrifin af þessu framlagi og það á möguleika á að komast í úrslitin í næstu viku.“Á vef Eurovisionary er farið yfir æfingar Ara en það gera Josef frá Tékklandi, Jens Erik frá Danmörku og Michael frá Bretlandi. Allir eru þeirrar skoðunar að Ari sé frábær söngvari og flutningur hans magnaður, en atriðið muni gleymast innan um fjölda góðra laga í keppninni.Atriðið gamaldags „Málið er að Ari er svo elskulegur en ég verð alltaf fyrir vonbrigðum þegar ég hugsa til þess að þetta sé það sem hann þarf að gera í Eurovision. Ég vona að honum gangi vel, en þessi jakki þarf að fara. Hann er ungur piltur en þessi jakki lætur hann líta út fyrir að vera fjörutíu ára gamlan raulara,“ segir Chris hjá Eurovision-síðunni Wiwi Bloggs eftir að hafa fylgst með æfingu Ara. Félagi hans hjá Wiwi Blogg, Padraig, segir að einfalt sé að segja að Ari sé frábær söngvari og manneskja en Eurovision sé söngvakeppni, ekki keppni í geðfelldni. „Hann er ekki með lag og sviðsetningin ekki til staðar,“ segir Padraig og vill meina að atriðið líti út fyrir að vera frá níunda áratug síðustu aldar þegar Írinn Johnny Logan átti Eurovision. „Jakkinn gerir hann svo aldraðan, mjög gamaldags. Hann er nítján ára og enginn sem er nítján ára myndi ganga í svona fötum,“ segir Padraig sem á ekki von á að Ísland komist í úrslit.Frábær flytjandi sem á skilið betra lag Og það eru fleiri sem hafa fylgst með æfingum Ara. Hér fyrir neðan má sjá þá Matt, Sean og Efe hjá ESC United fara yfir æfingu Ara en þeir eru ekki bjartsýnir fyrir hans hönd. Umfjöllun þeirra um Ara byrjar þegar tvær mínútur og átján sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þeir benda á að lagið hafi ekki verið ofarlega í spám en eru þeirrar skoðunar að lítið hafi breyst eftir æfingar Ara í Altice-höllinni. Þeim finnst lagið og atriðið gamaldags og að lagið sem ballaða sé ekki nógu öflugt fyrir Eurovision. Allir eru þeir á því að Ari sé frábær flytjandi en eigi þó skilið betra lag. Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Það blæs ekki byrlega með Ara Ólafssyni fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, eða ef marka má umsagnir erlendra blaðamanna um lagið sem hann flytur Our Choice. Ari stígur á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal næstkomandi þriðjudagskvöld en undanfarnir dagar hafa farið í æfingar og blaðamannafundi þar sem lagið er kynnt. Þeir blaðamenn sem hafa fylgst með æfingunum úti eru á því að eyðimerkurganga Íslands í Eurovision muni halda áfram þetta árið, það er að Ísland komist ekki í úrslit keppninnar í ár, líkt og þrjú síðustu ár. Anthony Granger, hjá Eurovix, hefur fylgst með æfingum Ara, þar á meðal æfingunni sem átti sér stað í dag.Granger er þeirrar skoðunar að Ari muni ekki komast upp úr undanriðlinum. Blaðamaður breska dagblaðsins Metro, Benny Royston, segir hins vegar að Ari eigi möguleika á að komast í úrslit Eurovision. Að hans mati er Ara frábær söngvari og engin furða að hann sé ein af efnilegustu stjörnum Íslands. „Við erum afar hrifin af þessu framlagi og það á möguleika á að komast í úrslitin í næstu viku.“Á vef Eurovisionary er farið yfir æfingar Ara en það gera Josef frá Tékklandi, Jens Erik frá Danmörku og Michael frá Bretlandi. Allir eru þeirrar skoðunar að Ari sé frábær söngvari og flutningur hans magnaður, en atriðið muni gleymast innan um fjölda góðra laga í keppninni.Atriðið gamaldags „Málið er að Ari er svo elskulegur en ég verð alltaf fyrir vonbrigðum þegar ég hugsa til þess að þetta sé það sem hann þarf að gera í Eurovision. Ég vona að honum gangi vel, en þessi jakki þarf að fara. Hann er ungur piltur en þessi jakki lætur hann líta út fyrir að vera fjörutíu ára gamlan raulara,“ segir Chris hjá Eurovision-síðunni Wiwi Bloggs eftir að hafa fylgst með æfingu Ara. Félagi hans hjá Wiwi Blogg, Padraig, segir að einfalt sé að segja að Ari sé frábær söngvari og manneskja en Eurovision sé söngvakeppni, ekki keppni í geðfelldni. „Hann er ekki með lag og sviðsetningin ekki til staðar,“ segir Padraig og vill meina að atriðið líti út fyrir að vera frá níunda áratug síðustu aldar þegar Írinn Johnny Logan átti Eurovision. „Jakkinn gerir hann svo aldraðan, mjög gamaldags. Hann er nítján ára og enginn sem er nítján ára myndi ganga í svona fötum,“ segir Padraig sem á ekki von á að Ísland komist í úrslit.Frábær flytjandi sem á skilið betra lag Og það eru fleiri sem hafa fylgst með æfingum Ara. Hér fyrir neðan má sjá þá Matt, Sean og Efe hjá ESC United fara yfir æfingu Ara en þeir eru ekki bjartsýnir fyrir hans hönd. Umfjöllun þeirra um Ara byrjar þegar tvær mínútur og átján sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þeir benda á að lagið hafi ekki verið ofarlega í spám en eru þeirrar skoðunar að lítið hafi breyst eftir æfingar Ara í Altice-höllinni. Þeim finnst lagið og atriðið gamaldags og að lagið sem ballaða sé ekki nógu öflugt fyrir Eurovision. Allir eru þeir á því að Ari sé frábær flytjandi en eigi þó skilið betra lag.
Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30
Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00