Bretar vilja framlengt leyfi frá Íslendingum til gullleitar í SS Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Gríðarleg auðæfi í gulli freista bresku fjársjóðsleitarmannanna. Andvirðið gæti numið yfir tíu milljörðum króna. Wikipedia Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00