Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Þúsundir mótmælenda hafa safnast saman dag eftir dag í höfuðborginni Yerevan. Vísir/Getty Öllum stofnbrautum var lokað, lestarsamgöngur lágu niðri og heróp mótmælenda heyrðust um alla Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þegar mótmælendur héldu áfram háværum mótmælum sínum gegn ríkisstjórn Repúblikana. Með þessum hætti brugðust mótmælendur við kalli Níkols Pasjinjan, leiðtoga armensku stjórnarandstöðunnar og Yelk-bandalagsins, þriðja stærsta flokks armenskra stjórnmála. Mótmælin brutust út stuttu áður en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á armenska þinginu, skipuðu Sersj Sargsjan í embætti forsætisráðherra 17. apríl. Reyndu mótmælendur að koma í veg fyrir að þingfundur yrði settur en allt kom fyrir ekki. Sargsjan hafði verið forseti Armeníu frá 2008 og allt þar til 9. apríl síðastliðinn. Andstaða mótmælenda við hann nú byggist á meintri linkind hans gagnvart spillingu, vináttu við rússnesk stjórnvöld og lengd stjórnartíðar hans. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að færa völdin frá forseta og í forsætisráðuneytið. Lofaði Sargsjan á þeim tíma að reyna ekki að verða forsætisráðherra. Ljóst er að Rússar fylgjast náið með gangi mála. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta telur Armeníu mikilvægan bandamann en ríkið liggur á milli Atlantshafsbandalagsaðildarríkisins Tyrklands og hins orkuríka Aserbaídsjans. Pasjinjan er leiðtogi mótmælenda. Þegar mótmælin náðu nýjum hápunkti, 21. apríl, og 50.000 mótmæltu í höfuðborginni, kallaði Sargsjan hann á sinn fund. Degi síðar funduðu mennirnir í heilar þrjár mínútur áður en Sargsjan stormaði út og sakaði stjórnarandstæðinga um að kúga sig. Stuðningur við Pasjinjan jókst síðar um daginn þegar lögregla handtók Pasjinjan, tvo aðra þingmenn og hundruð almennra mótmælenda. Sargsjan sagði svo af sér strax daginn eftir.Mótmælendur lokuðu meðal annars öllum helstu stofnbrautum í höfuðborginni Jerevan í gær.Vísir/gettyEftir afsögn Sargsjans hefur kröfum mótmælenda fjölgað. Þeir krefjast kosninga hið snarasta, vilja Repúblikana frá völdum og Pasjinjan í forsætisráðuneytið fram að kosningum. Repúblikanar höfðu ekki fallist á hinar nýju kröfur mótmælenda þegar þessi frétt var skrifuð. Eins og áður segir kallaði Pasjinjan eftir mótmælum og þeirri borgaralegu óhlýðni sem átti sér stað í gær. Það gerði hann á þriðjudag eftir að hann náði ekki að tryggja sér meirihluta atkvæða á þinginu þegar gengið var til atkvæðagreiðslu um skipan hans í forsætisráðuneytið. Fór svo að 45 þingmenn af 105 greiddu atkvæði með skipan Pasjinjans. Hann hefði þurft á stuðningi þingmanna Repúblikana að halda en fékk ekki. Repúblikanar buðu hins vegar ekki fram forsætisráðherraefni sjálfir á þingfundinum. Nú hefur þingið fimm daga til að finna ný forsætisráðherraefni til að greiða atkvæði um. Takist ekki að skipa forsætisráðherra að fimm dögum liðnum þarf að rjúfa þing og boða til kosninga. Mótmælin í gær voru umfangsmikil. Mótmælt var víðar en í Jerevan, til að mynda í Gjumrí og Vanadsor. Í viðtali við BBC í gær sagði Pasjinjan að baráttan snerist ekki um að gera hann að forsætisráðherra. „Við berjumst fyrir mannréttindum, fyrir lýðræði, lögum og reglu. Þess vegna erum við ekki orðin þreytt og þess vegna munum við aldrei þreytast.“ Karen Karapetjan, Repúblikani sem hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sargsjan sagði af sér, kallaði í gær eftir því að helstu stjórnmálaöfl kæmu að viðræðuborðinu til þess að leysa krísuna sem ríkir í landinu. „Við sjáum það öll að það er þörf á öguðum, faglegum og snörum vinnubrögðum til að leysa þessa deilu, óháð því hversu erfitt það gæti reynst,“ sagði í yfirlýsingu frá Karapetjan í gær. Armenía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Öllum stofnbrautum var lokað, lestarsamgöngur lágu niðri og heróp mótmælenda heyrðust um alla Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þegar mótmælendur héldu áfram háværum mótmælum sínum gegn ríkisstjórn Repúblikana. Með þessum hætti brugðust mótmælendur við kalli Níkols Pasjinjan, leiðtoga armensku stjórnarandstöðunnar og Yelk-bandalagsins, þriðja stærsta flokks armenskra stjórnmála. Mótmælin brutust út stuttu áður en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á armenska þinginu, skipuðu Sersj Sargsjan í embætti forsætisráðherra 17. apríl. Reyndu mótmælendur að koma í veg fyrir að þingfundur yrði settur en allt kom fyrir ekki. Sargsjan hafði verið forseti Armeníu frá 2008 og allt þar til 9. apríl síðastliðinn. Andstaða mótmælenda við hann nú byggist á meintri linkind hans gagnvart spillingu, vináttu við rússnesk stjórnvöld og lengd stjórnartíðar hans. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að færa völdin frá forseta og í forsætisráðuneytið. Lofaði Sargsjan á þeim tíma að reyna ekki að verða forsætisráðherra. Ljóst er að Rússar fylgjast náið með gangi mála. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta telur Armeníu mikilvægan bandamann en ríkið liggur á milli Atlantshafsbandalagsaðildarríkisins Tyrklands og hins orkuríka Aserbaídsjans. Pasjinjan er leiðtogi mótmælenda. Þegar mótmælin náðu nýjum hápunkti, 21. apríl, og 50.000 mótmæltu í höfuðborginni, kallaði Sargsjan hann á sinn fund. Degi síðar funduðu mennirnir í heilar þrjár mínútur áður en Sargsjan stormaði út og sakaði stjórnarandstæðinga um að kúga sig. Stuðningur við Pasjinjan jókst síðar um daginn þegar lögregla handtók Pasjinjan, tvo aðra þingmenn og hundruð almennra mótmælenda. Sargsjan sagði svo af sér strax daginn eftir.Mótmælendur lokuðu meðal annars öllum helstu stofnbrautum í höfuðborginni Jerevan í gær.Vísir/gettyEftir afsögn Sargsjans hefur kröfum mótmælenda fjölgað. Þeir krefjast kosninga hið snarasta, vilja Repúblikana frá völdum og Pasjinjan í forsætisráðuneytið fram að kosningum. Repúblikanar höfðu ekki fallist á hinar nýju kröfur mótmælenda þegar þessi frétt var skrifuð. Eins og áður segir kallaði Pasjinjan eftir mótmælum og þeirri borgaralegu óhlýðni sem átti sér stað í gær. Það gerði hann á þriðjudag eftir að hann náði ekki að tryggja sér meirihluta atkvæða á þinginu þegar gengið var til atkvæðagreiðslu um skipan hans í forsætisráðuneytið. Fór svo að 45 þingmenn af 105 greiddu atkvæði með skipan Pasjinjans. Hann hefði þurft á stuðningi þingmanna Repúblikana að halda en fékk ekki. Repúblikanar buðu hins vegar ekki fram forsætisráðherraefni sjálfir á þingfundinum. Nú hefur þingið fimm daga til að finna ný forsætisráðherraefni til að greiða atkvæði um. Takist ekki að skipa forsætisráðherra að fimm dögum liðnum þarf að rjúfa þing og boða til kosninga. Mótmælin í gær voru umfangsmikil. Mótmælt var víðar en í Jerevan, til að mynda í Gjumrí og Vanadsor. Í viðtali við BBC í gær sagði Pasjinjan að baráttan snerist ekki um að gera hann að forsætisráðherra. „Við berjumst fyrir mannréttindum, fyrir lýðræði, lögum og reglu. Þess vegna erum við ekki orðin þreytt og þess vegna munum við aldrei þreytast.“ Karen Karapetjan, Repúblikani sem hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sargsjan sagði af sér, kallaði í gær eftir því að helstu stjórnmálaöfl kæmu að viðræðuborðinu til þess að leysa krísuna sem ríkir í landinu. „Við sjáum það öll að það er þörf á öguðum, faglegum og snörum vinnubrögðum til að leysa þessa deilu, óháð því hversu erfitt það gæti reynst,“ sagði í yfirlýsingu frá Karapetjan í gær.
Armenía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00
Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00
Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00