Samkeppnismál í ójafnvægi Ásta S. Fjeldsted skrifar 3. maí 2018 07:00 Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar