Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 0-1 │Grindavík fyrst allra liða til að leggja Víking að velli Magnús Ellert Bjarnason í Víkinni skrifar 18. maí 2018 21:15 Aron Jóhannsson fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Daníel Víkingur og Grindavík mættust í Víkinni í kvöld í 4. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins, sem var ekki mikið fyrir augað, urðu 1-0, gestunum í vil. Varð Grindavík þar með fyrsta liðið til að vinna Víking í sumar. Liðin skiptust á að sækja fyrstu mínúturnar og var mikið jafnvægi á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á 3. mínútu. Var þar að verki Jose Enrique Seoane Vergara í liði Grindavíkur, eða Sito eins og hann er oftast kallaður, eftir glæsilegan undirbúning Rene Joensen. Andreas Larsen, markmaður Víkings, varði hinsvegar vel frá spánverjanum. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eftir þetta færi Sito. Allt þar til á 44. mínútu, þegar að Sölvi Geir var hársbreidd frá því að koma heimamönnum yfir. Skallaði hann boltann í slá og var hann óheppinn að skora ekki fyrsta mark sitt í sumar. Aðeins um fimmtán sekúndum eftir skalla Sölva voru gestirnir komnir yfir. Leikmenn Víkings sofnuðu á verðinum og komu engum vörnum við þegar að Aron Jóhannson, maður leiksins, klobbaði Andreas Larsen í marki Víkings. Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, var langt frá því að vera sáttur á hiðarlínunni, enda hlupu hans menn einfaldlega ekki tilbaka og gáfu Aroni allan tímann í heiminum til að klára þetta færi. Stuttu síðar flautaði Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, og gaf merki um að það væri kominn hálfleikur. Staðan því 1-0 fyrir gestina þegar að liðin gengju til búningsherbergjanna. Urðu það jafnframt lokatölur leiksins. Leikmenn Víkings reyndu sitt besta í síðari hálfleik til að jafna metin, en gekk lítið gegn öflugri vörn Grindavíkur. Á sama tíma virtust Grindvíkingar ekki vilja taka neinar óþarfa áhættur og sigldu þeir sigrinum í höfn af stakri prýði.Af hverju vann Grindavík? Gestirnir voru einfaldlega betri á flestum sviðum leiksins og skipulagðari í sínum aðgerðum. Þá var sóknarleikur Víkings afleitur og voru þeir í raun aldrei líklegir til að jafna metin.Hverjir stóðu upp úr? Markaskorarinn Aron Jóhannson var maður leiksins í kvöld. Kórónaði leik sinn með laglegu marki í fyrri hálfleik og var sífellt ógnandi. Fleiri áttu fínan dag fyrir Grindavík og er sérstaklega vert að minnast á fyrirliðann Gunnar Þorsteinsson og spánverjann knáa í sóknarlínu Grindavík, Sito. Leikmenn Víkings voru upp til hópa slakir í dag og því erfitt að tiltaka einhvern sem stóð upp úr hjá þeim. Helst má þó nefna fyrirliðann Sölva Geir, sem vann alla skallabolta sem hann fór í og stýrði vörn Víkings vel.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Víkings líkt og kom fram að ofan. Heimamenn sköpuðu sér vissulega nokkur ágætis færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska, þá sérstaklega í seinni hálfleik. Framherjar Víkings, Rick Ten Voorde og Nikolaj Hansen fengu litlu hjálp frá samherjum sínum, og í þau skiptu sem þeir fengu boltann gekk þeim illa að halda honum.Hvað gerist næst? Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeisturum Vals næsta þriðjudag, suður með sjó. Ef marka má spilamennsku þeirra síðustu þrjá leiki ætti það að verða hörkuleikur. Á sama tíma halda Víkingar í kópavoginn þar sem þeir mæta heitasta liði landsins, Breiðablik. Óhætt er að segja að mikið þurfi að breytast í spilamennsku Víkinga ætli þeir sér að eiga einhvern sjéns í þeim leik. Óli Stefán: Gríðarlega ánægður með mína mennÓli Stefán Flóventsson.Vísir/Andri MarínóÓli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur í leikslok. Eftir tap gegn FH í fyrsta leik hafa hans menn ekki tapað leik, og nælt í sjö stig í síðustu þrem leikjum. „Ég er gríðarlega sáttur. Þetta var erfiður leikur; Víkingarnir eru mjög sterkir og erfitt að eiga við þá í föstum leikatriðum. En við náðum að standast það og heilt yfir er ég gríðarlega ánægður með mína menn.” Mikið hefur verið rætt og ritað um slæmt ástand grassins í Víkinni. Óla fannst það ekki koma niður á skemmtanagildi leiksins. „Mér finnst bæði lið eiga hrós skilið fyrir að gera sitt besta í þessum aðstæðum. Þó að þetta hafi verið 1-0 leikur held ég áð þetta hafi verið skemmtilegur leikur. Allavega skemmti ég mér á hliðarlínunni.” Markaskorarinn Aron Jóhannson, var maður leiksins í dag, en hann fór útaf á 78. mínútu. Af hverju skipti Óli honum útaf? „Hann var frábær í dag, eins og margir aðrir af mínum leikmönnum. Ég skipti honum af þeirri ástæðu einni að hann stífnaði aðeins aftan í kálfa, en það er líklega ekki neitt alvarlegt. Það er þétt prógramm framundan og við tökum engar áhættur með heilsu leikmanna.” Sito var öflugur í framlínu Grindavíkur og telur Óli að hann geti breytt miklu fyrir sína menn í sumar. „Sito er mjög sterkur í svokölluðu „link-up” spili. Hann þarf einnig ekki mikið svæði til að skora, enda fæddur markaskorari. Hann á eftir að skila sínu í sumar ef hann fær góða aðstoð frá samherjum sínum, það er ljóst. Hann á t.d. stóran þátt í markinu sem við skorum þegar hann linkar upp við Rene og Aron endar sóknina vel. ” Grindavík hefur byrjað sumarið betur en flestir sparkspekingar áttu von á. Óli hlýtur að vera ánægður með stigasöfnunina hingað til? „Við reynum að fókusera bara á næsta verkefni. Sjö stig eru fín og allt það en við verðum bara að halda áfram. Okkar bíður mjög erfitt verkefni eftir nokkra daga þannig að við megum ekkert við því að velta okkur upp úr þessum sjö stigum og því sem er liðið.” Logi Ólafsson: Eigum að geta hlaupið jafn hratt og þeirLogi Ólafsson.vísir/ernir„Ég held það gæti tekið of langan tíma að þylja það allt upp,” sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður hvað fór úrskeiðis í leik hans manna í dag. „Við vorum ekki á okkar besta róli í dag, hvort sem það var í vörn eða sókn. Við vissum það fyrirfram að það er mjög erfitt að spila við Grindavík. Þeir eru skipulagðir og spila mjög góða vörn. Þannig að við vissum að þetta yrði erfitt, en við erum með skalla í slá rétt fyrir hálfleik og fáum síðan mark á okkur í beinu framhaldi af því eftir hraðaupplaup,” sagði Logi. Logi var spurður hvort það hafi verið einbeitingarleysi hjá sínum mönnum sem olli því að Grindavík skoraði þetta mark. „Við eigum alveg að geta hlaupið jafn hratt og þeir tilbaka. Ég veit ekki nákvæmlega hver aðdragandinn að þessu var en það er mjög slakt að geta ekki hlaupið tilbaka og verið mættir á réttan stað í vörninni. Eins og ég sagði, við hljótum að geta hlaupið eins og þeir.” Logi var að lokum spurður hverju Arnþór Ingi, miðjumaður Víkings væri á leið uppá slysó. „Hann er með skurð fram á leggnum og ætlar að láta sauma það.” En hann ætti að vera með í næsta leik? „Er ekki hægt að sauma þetta bara og spila, það var allavega þannig í gamladaga, sagði Logi að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla
Víkingur og Grindavík mættust í Víkinni í kvöld í 4. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins, sem var ekki mikið fyrir augað, urðu 1-0, gestunum í vil. Varð Grindavík þar með fyrsta liðið til að vinna Víking í sumar. Liðin skiptust á að sækja fyrstu mínúturnar og var mikið jafnvægi á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á 3. mínútu. Var þar að verki Jose Enrique Seoane Vergara í liði Grindavíkur, eða Sito eins og hann er oftast kallaður, eftir glæsilegan undirbúning Rene Joensen. Andreas Larsen, markmaður Víkings, varði hinsvegar vel frá spánverjanum. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eftir þetta færi Sito. Allt þar til á 44. mínútu, þegar að Sölvi Geir var hársbreidd frá því að koma heimamönnum yfir. Skallaði hann boltann í slá og var hann óheppinn að skora ekki fyrsta mark sitt í sumar. Aðeins um fimmtán sekúndum eftir skalla Sölva voru gestirnir komnir yfir. Leikmenn Víkings sofnuðu á verðinum og komu engum vörnum við þegar að Aron Jóhannson, maður leiksins, klobbaði Andreas Larsen í marki Víkings. Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, var langt frá því að vera sáttur á hiðarlínunni, enda hlupu hans menn einfaldlega ekki tilbaka og gáfu Aroni allan tímann í heiminum til að klára þetta færi. Stuttu síðar flautaði Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, og gaf merki um að það væri kominn hálfleikur. Staðan því 1-0 fyrir gestina þegar að liðin gengju til búningsherbergjanna. Urðu það jafnframt lokatölur leiksins. Leikmenn Víkings reyndu sitt besta í síðari hálfleik til að jafna metin, en gekk lítið gegn öflugri vörn Grindavíkur. Á sama tíma virtust Grindvíkingar ekki vilja taka neinar óþarfa áhættur og sigldu þeir sigrinum í höfn af stakri prýði.Af hverju vann Grindavík? Gestirnir voru einfaldlega betri á flestum sviðum leiksins og skipulagðari í sínum aðgerðum. Þá var sóknarleikur Víkings afleitur og voru þeir í raun aldrei líklegir til að jafna metin.Hverjir stóðu upp úr? Markaskorarinn Aron Jóhannson var maður leiksins í kvöld. Kórónaði leik sinn með laglegu marki í fyrri hálfleik og var sífellt ógnandi. Fleiri áttu fínan dag fyrir Grindavík og er sérstaklega vert að minnast á fyrirliðann Gunnar Þorsteinsson og spánverjann knáa í sóknarlínu Grindavík, Sito. Leikmenn Víkings voru upp til hópa slakir í dag og því erfitt að tiltaka einhvern sem stóð upp úr hjá þeim. Helst má þó nefna fyrirliðann Sölva Geir, sem vann alla skallabolta sem hann fór í og stýrði vörn Víkings vel.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Víkings líkt og kom fram að ofan. Heimamenn sköpuðu sér vissulega nokkur ágætis færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska, þá sérstaklega í seinni hálfleik. Framherjar Víkings, Rick Ten Voorde og Nikolaj Hansen fengu litlu hjálp frá samherjum sínum, og í þau skiptu sem þeir fengu boltann gekk þeim illa að halda honum.Hvað gerist næst? Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeisturum Vals næsta þriðjudag, suður með sjó. Ef marka má spilamennsku þeirra síðustu þrjá leiki ætti það að verða hörkuleikur. Á sama tíma halda Víkingar í kópavoginn þar sem þeir mæta heitasta liði landsins, Breiðablik. Óhætt er að segja að mikið þurfi að breytast í spilamennsku Víkinga ætli þeir sér að eiga einhvern sjéns í þeim leik. Óli Stefán: Gríðarlega ánægður með mína mennÓli Stefán Flóventsson.Vísir/Andri MarínóÓli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur í leikslok. Eftir tap gegn FH í fyrsta leik hafa hans menn ekki tapað leik, og nælt í sjö stig í síðustu þrem leikjum. „Ég er gríðarlega sáttur. Þetta var erfiður leikur; Víkingarnir eru mjög sterkir og erfitt að eiga við þá í föstum leikatriðum. En við náðum að standast það og heilt yfir er ég gríðarlega ánægður með mína menn.” Mikið hefur verið rætt og ritað um slæmt ástand grassins í Víkinni. Óla fannst það ekki koma niður á skemmtanagildi leiksins. „Mér finnst bæði lið eiga hrós skilið fyrir að gera sitt besta í þessum aðstæðum. Þó að þetta hafi verið 1-0 leikur held ég áð þetta hafi verið skemmtilegur leikur. Allavega skemmti ég mér á hliðarlínunni.” Markaskorarinn Aron Jóhannson, var maður leiksins í dag, en hann fór útaf á 78. mínútu. Af hverju skipti Óli honum útaf? „Hann var frábær í dag, eins og margir aðrir af mínum leikmönnum. Ég skipti honum af þeirri ástæðu einni að hann stífnaði aðeins aftan í kálfa, en það er líklega ekki neitt alvarlegt. Það er þétt prógramm framundan og við tökum engar áhættur með heilsu leikmanna.” Sito var öflugur í framlínu Grindavíkur og telur Óli að hann geti breytt miklu fyrir sína menn í sumar. „Sito er mjög sterkur í svokölluðu „link-up” spili. Hann þarf einnig ekki mikið svæði til að skora, enda fæddur markaskorari. Hann á eftir að skila sínu í sumar ef hann fær góða aðstoð frá samherjum sínum, það er ljóst. Hann á t.d. stóran þátt í markinu sem við skorum þegar hann linkar upp við Rene og Aron endar sóknina vel. ” Grindavík hefur byrjað sumarið betur en flestir sparkspekingar áttu von á. Óli hlýtur að vera ánægður með stigasöfnunina hingað til? „Við reynum að fókusera bara á næsta verkefni. Sjö stig eru fín og allt það en við verðum bara að halda áfram. Okkar bíður mjög erfitt verkefni eftir nokkra daga þannig að við megum ekkert við því að velta okkur upp úr þessum sjö stigum og því sem er liðið.” Logi Ólafsson: Eigum að geta hlaupið jafn hratt og þeirLogi Ólafsson.vísir/ernir„Ég held það gæti tekið of langan tíma að þylja það allt upp,” sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður hvað fór úrskeiðis í leik hans manna í dag. „Við vorum ekki á okkar besta róli í dag, hvort sem það var í vörn eða sókn. Við vissum það fyrirfram að það er mjög erfitt að spila við Grindavík. Þeir eru skipulagðir og spila mjög góða vörn. Þannig að við vissum að þetta yrði erfitt, en við erum með skalla í slá rétt fyrir hálfleik og fáum síðan mark á okkur í beinu framhaldi af því eftir hraðaupplaup,” sagði Logi. Logi var spurður hvort það hafi verið einbeitingarleysi hjá sínum mönnum sem olli því að Grindavík skoraði þetta mark. „Við eigum alveg að geta hlaupið jafn hratt og þeir tilbaka. Ég veit ekki nákvæmlega hver aðdragandinn að þessu var en það er mjög slakt að geta ekki hlaupið tilbaka og verið mættir á réttan stað í vörninni. Eins og ég sagði, við hljótum að geta hlaupið eins og þeir.” Logi var að lokum spurður hverju Arnþór Ingi, miðjumaður Víkings væri á leið uppá slysó. „Hann er með skurð fram á leggnum og ætlar að láta sauma það.” En hann ætti að vera með í næsta leik? „Er ekki hægt að sauma þetta bara og spila, það var allavega þannig í gamladaga, sagði Logi að lokum og glotti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti