Íslenskt fimleikafólk setti heimsmet þegar 607 einstaklingar stóðu í handstöðu á sama tíma. Fimleikasamband Íslands hélt upp á 50 ára afmæli sitt í Laugardalshöllinni í gær.
Var ákveðið bjóða öllum fimleikafélögum landsins og öðrum áhugasömum um að koma í veisluna og reyna við heimsmetið.
„Þegar afmælið nálgaðist fengum við fréttir af skipulögðum rútuferðum og niðurfellingu æfinga og von Fimleikasambandsins um að markmiðið næðist jókst,“ segir í yfirlýsingu Fimleikasambandsins.
Fyrra metið var sett árið 2006 þegar 399 manns í Belgíu stóðu samtímis í handstöðu, en Heimsmetabók Guinness á enn eftir að staðfesta nýja metið. Verði það staðfest er ljóst að bæting fimleikasambandsins er töluverð, eða 52 prósent.
Fimleikasambandið fagnaði afmælinu með heimsmeti
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti
