Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fjölnir 1-2 │Fjölnir sótti sigur til Keflavíkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Nettóvellinum í Keflavík skrifar 18. maí 2018 22:00 Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar. Vísir/Getty Fjölnir sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Pepsi deild karla þegar liðið fór í heimsókn til Keflavíkur suður með sjó. Almarr Ormarson skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti um miðjan seinni hálfleik. Keflvíkingar áttu fyrsta færi leiksins en meira gerðu þeir varla markvert í fyrri hálfleik. Fjölnismenn voru fljótt komnir með undirtökin og var það fyllilega verðskuldað þegar Birnir Snær Ingason kom þeim yfir á 31. mínútu leiksins. Reyndar er mjög líklegt að markið verði tekið af honum og skráð sem sjálfsmark þar sem boltinn breytti þó nokkuð um stefnu við viðkomu í varnarmanni Keflavíkur. Markið gerði lítið í að lyfta Keflvíkingum upp og staðan verðskuldað 0-1 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, hafa líklega fengið nokkurn reiðilestur frá Guðlaugi Baldurssyni, þjálfara, í hálfleik og uppskáru með marki Hólmars Arnar Rúnarssonar snemma í hálfleiknum. Eftir það datt leikur Keflavíkurliðsins þó fljótt niður aftur og Fjölnismenn svo gott sem voru í sókn það sem eftir lifði. Almarr Ormarson skoraði sigurmarkið eins og áður segir með þrumuskoti á 62. mínútu og eftir það var aldrei nein spurning um úrslitin, Keflvíkingar ekki líklegir til þess að jafna. Lokatölur urðu 2-1 í þokkalega viðburðalitlum leik suður með sjó.Afhverju vann Fjölnir? Grafarvogsmenn voru einfaldlega betra fótboltaliðið hér í kvöld. Þeir spiluðu fínan sóknarleik oft á tíðum og hefðu vel getað sett fleiri mörk. Að sama skapi má telja færi Keflvíkinga á fingrum annarar handar.Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson var duglegur inn á miðjunni og oft ógnandi í sóknarleiknum. Hann stóð þó líka upp úr á neikvæðan hátt, var svolítið í röflinu og hefði getað fengið gult spjald miðað við nýjar dómgæsluáherslur. Hann fær mitt atkvæði sem maður leiksins, aðallega vegna sigurmarksins en skilaði einnig inn góðu dagsverki. Birnir Snær Ingason var ferskur fram á við að vanda. Enginn hjá Keflavíkurliðinu heillaði í dag. Það má reyndar segja að Jeppe Hansen hafi staðið upp úr, en ekki á góðan hátt. Hann var mjög latur til baka í vörninni í dag og í þau fáu skipti sem Keflavík komst í sókn gerði hann lítið markvert.Hvað gekk illa? Það gekk bara flest allt illa hjá Keflavík. Á köflum náðu þeir varla að klára eina, tvær sendingar sín á milli. Þeim til varnar spiluðu þeir ágætan varnarleik, annars hefði markatala Fjölnismanna verið mun hærri.Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á mánudaginn og þá fá Fjölnismenn KR-inga í heimsókn á sinn fyrsta alvöru heimaleik á Extra vellinum. Hann er allavega skráður þar í dag, kemur í ljós hvernig hann kemur undan helginni hvort fara þurfi inn í Egilshöll. Keflvíkingar fara hins vegar norður og mæta KA á þriðjudaginn.Óli Palli: Áttum sigurinn skilið „Það er vægast sagt að ég er gríðarlega ánægður, ekki spurning,“ voru fyrstu viðbrögð Ólafs Páls Snorrasonar, þjálfara Fjölnis, eftir leikinn. „Við spiluðum fínan fótbolta og áttum sigurinn skilið.“ En hvernig metur Ólafur leikinn? „Við áttum sigurinn skilið. Mér fannst við spila leikinn betur heldur en Keflavík og héldum boltanum vel. Opnuðum þá trekk í trekk og fengum fullt af færum sem við hefðum átt að nýta betur en 2-1 er frábær sigur hér í Keflavík á móti mjög öflugu liði.“ Varnarleikur Fjölnis var til umræðu í Pepsimörkunum eftir síðustu umferð, tók hann það eitthvað inn á sig og æfði sérstaklega í vikunni? „Við erum búnir að vinna í varnarleiknum okkar í allan vetur og reyna að stoppa í þau göt sem hafa opnast. Við fengum á okkur mark en jú jú, við erum alltaf að reyna að bæta okkar leik.“ Hvað er það helsta sem Ólafur tekur úr leiknum? „Karakter að vinna leikinn. Númer eitt, tvö og þrjú. Eftir erfiða byrjun. Það er ég gríðarlega ánægður með en spilamennskan frábær á blautum og erfiðum velli,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Guðlaugur: Fengum einn góðan möguleika til þess að skora „Vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Baldurssonar, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn. „Vonbrigði bæði að tapa leiknum og svo fannst mér frammistaðan ekki vera nægilega góð hjá okkur og ég varð fyrir vonbrigðum með hana.“ Frammistaða Keflavíkur heillaði ekki í dag og var Guðlaugur sammála því. „Við fengum einn góðan möguleika í fyrri hálfleik til þess að skora, sluppum einir í gegn og nýttum það ekki, svona eftir það fannst mér við ekki skapa marga möguleika fram á við en þéttleikinn var til staðar í varnarleiknum en við erum ekki nógu rólegir á boltanum og ekki nógu skapandi á síðasta þriðjungnum.“ Hvað gat Guðlaugur tekið jákvætt úr leik sinna manna? „Við vorum þokkalega sáttir við frammistöðuna á móti Breiðablik í síðasta leik og erum ósáttir í dag. Nú þurfum við bara að fara yfir það hvað við gerðum illa og reyna að laga því. Vonandi getum við fundið einhverja jákvæða punkta líka,“ sagði Guðlaugur Baldursson.Almarr: Rúsínan í pylsuendanum að skora „Ég hitti hann ágætlega, loksins hitti ég markið,“ sagði Almarr Ormarsson inntur eftir viðbrögðum við glæsimarkinu sem hann skoraði og tryggði Fjölni sigurinn. „Fyrst og fremst ánægður með að við vinnum loksins. Búnir að vera að mér finnst fínir leikir hjá okkur en einhvern veginn hefur þetta ekki dottið, þannig að ég er mjög ánægður með að við skildum hafa klárað þennan leik. Rúsínan í pylsuendanum að maður skildi hafa skorað markið.“ „Mér fannst við spila þetta nokkuð vel, vera betra fótboltaliðið á vellinum, en þeir eru baráttuglaðir. Þeir refsa okkur í byrjun seinni hálfleiks og við vissum það alveg að þeir gætu refsað okkur ef við værum ekki á tánum en við stóðum þetta af okkur og ég man í fljótu bragði ekki eftir mörgum færum frá þeim.“ Sjálfstraustið ætti því að vera nokkuð hátt fyrir heimsókn stórveldisins úr Vesturbænum í næstu umferð. „Við erum búnir að vera fullir af sjálfstrausti í allt sumar og höldum því bara áfram,“ sagði Almarr Ormarsson. Marc: Brugðumst stuðningsmönnunum „Það vantaði alls staðar upp á hjá okkur. Við þurfum að horfa inn á við og skoða okkur sjálfa, það eru nokkrir dagar í næsta leik og við þurfum að standa okkur betur, þetta var ekki nógu gott,“ sagði Marc McAusland, fyrirliði Keflavíkur, eftir leikinn. „Við brugðumst okkur sjálfum og við brugðumst stuðningsmönnunum.“ Leikur Keflvíkinga í dag var heilt á litið slæmur og fátt jákvætt hægt að taka úr honum. „Í síðustu umferð vorum við óheppnir að fá ekkert út úr leiknum en í dag vorum við bara ekki nógu góðir. Við unnum ekki nógu mikið og við börðumst ekki nóg.“ Þessi leikur var kjörið tækifæri fyrir Keflvíkinga að ná góðum úrslitum, heimaleikur gegn liði sem var á sama stað og þeir í töflunni, en þeir nýttu það alls ekki. „Tveir heimaleikir og tvö töp er ekki nógu gott. Við náðum að jafna en gerðum svo ekki neitt og hleyptum þeim aftur inn í leikinn og leyfðum þeim að skora.“ „Við sköpuðum okkur ekki neitt og við þurfum svo sannarlega að laga okkar leik,“ sagði Marc McAusland. Pepsi Max-deild karla
Fjölnir sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Pepsi deild karla þegar liðið fór í heimsókn til Keflavíkur suður með sjó. Almarr Ormarson skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti um miðjan seinni hálfleik. Keflvíkingar áttu fyrsta færi leiksins en meira gerðu þeir varla markvert í fyrri hálfleik. Fjölnismenn voru fljótt komnir með undirtökin og var það fyllilega verðskuldað þegar Birnir Snær Ingason kom þeim yfir á 31. mínútu leiksins. Reyndar er mjög líklegt að markið verði tekið af honum og skráð sem sjálfsmark þar sem boltinn breytti þó nokkuð um stefnu við viðkomu í varnarmanni Keflavíkur. Markið gerði lítið í að lyfta Keflvíkingum upp og staðan verðskuldað 0-1 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, hafa líklega fengið nokkurn reiðilestur frá Guðlaugi Baldurssyni, þjálfara, í hálfleik og uppskáru með marki Hólmars Arnar Rúnarssonar snemma í hálfleiknum. Eftir það datt leikur Keflavíkurliðsins þó fljótt niður aftur og Fjölnismenn svo gott sem voru í sókn það sem eftir lifði. Almarr Ormarson skoraði sigurmarkið eins og áður segir með þrumuskoti á 62. mínútu og eftir það var aldrei nein spurning um úrslitin, Keflvíkingar ekki líklegir til þess að jafna. Lokatölur urðu 2-1 í þokkalega viðburðalitlum leik suður með sjó.Afhverju vann Fjölnir? Grafarvogsmenn voru einfaldlega betra fótboltaliðið hér í kvöld. Þeir spiluðu fínan sóknarleik oft á tíðum og hefðu vel getað sett fleiri mörk. Að sama skapi má telja færi Keflvíkinga á fingrum annarar handar.Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson var duglegur inn á miðjunni og oft ógnandi í sóknarleiknum. Hann stóð þó líka upp úr á neikvæðan hátt, var svolítið í röflinu og hefði getað fengið gult spjald miðað við nýjar dómgæsluáherslur. Hann fær mitt atkvæði sem maður leiksins, aðallega vegna sigurmarksins en skilaði einnig inn góðu dagsverki. Birnir Snær Ingason var ferskur fram á við að vanda. Enginn hjá Keflavíkurliðinu heillaði í dag. Það má reyndar segja að Jeppe Hansen hafi staðið upp úr, en ekki á góðan hátt. Hann var mjög latur til baka í vörninni í dag og í þau fáu skipti sem Keflavík komst í sókn gerði hann lítið markvert.Hvað gekk illa? Það gekk bara flest allt illa hjá Keflavík. Á köflum náðu þeir varla að klára eina, tvær sendingar sín á milli. Þeim til varnar spiluðu þeir ágætan varnarleik, annars hefði markatala Fjölnismanna verið mun hærri.Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á mánudaginn og þá fá Fjölnismenn KR-inga í heimsókn á sinn fyrsta alvöru heimaleik á Extra vellinum. Hann er allavega skráður þar í dag, kemur í ljós hvernig hann kemur undan helginni hvort fara þurfi inn í Egilshöll. Keflvíkingar fara hins vegar norður og mæta KA á þriðjudaginn.Óli Palli: Áttum sigurinn skilið „Það er vægast sagt að ég er gríðarlega ánægður, ekki spurning,“ voru fyrstu viðbrögð Ólafs Páls Snorrasonar, þjálfara Fjölnis, eftir leikinn. „Við spiluðum fínan fótbolta og áttum sigurinn skilið.“ En hvernig metur Ólafur leikinn? „Við áttum sigurinn skilið. Mér fannst við spila leikinn betur heldur en Keflavík og héldum boltanum vel. Opnuðum þá trekk í trekk og fengum fullt af færum sem við hefðum átt að nýta betur en 2-1 er frábær sigur hér í Keflavík á móti mjög öflugu liði.“ Varnarleikur Fjölnis var til umræðu í Pepsimörkunum eftir síðustu umferð, tók hann það eitthvað inn á sig og æfði sérstaklega í vikunni? „Við erum búnir að vinna í varnarleiknum okkar í allan vetur og reyna að stoppa í þau göt sem hafa opnast. Við fengum á okkur mark en jú jú, við erum alltaf að reyna að bæta okkar leik.“ Hvað er það helsta sem Ólafur tekur úr leiknum? „Karakter að vinna leikinn. Númer eitt, tvö og þrjú. Eftir erfiða byrjun. Það er ég gríðarlega ánægður með en spilamennskan frábær á blautum og erfiðum velli,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Guðlaugur: Fengum einn góðan möguleika til þess að skora „Vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Baldurssonar, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn. „Vonbrigði bæði að tapa leiknum og svo fannst mér frammistaðan ekki vera nægilega góð hjá okkur og ég varð fyrir vonbrigðum með hana.“ Frammistaða Keflavíkur heillaði ekki í dag og var Guðlaugur sammála því. „Við fengum einn góðan möguleika í fyrri hálfleik til þess að skora, sluppum einir í gegn og nýttum það ekki, svona eftir það fannst mér við ekki skapa marga möguleika fram á við en þéttleikinn var til staðar í varnarleiknum en við erum ekki nógu rólegir á boltanum og ekki nógu skapandi á síðasta þriðjungnum.“ Hvað gat Guðlaugur tekið jákvætt úr leik sinna manna? „Við vorum þokkalega sáttir við frammistöðuna á móti Breiðablik í síðasta leik og erum ósáttir í dag. Nú þurfum við bara að fara yfir það hvað við gerðum illa og reyna að laga því. Vonandi getum við fundið einhverja jákvæða punkta líka,“ sagði Guðlaugur Baldursson.Almarr: Rúsínan í pylsuendanum að skora „Ég hitti hann ágætlega, loksins hitti ég markið,“ sagði Almarr Ormarsson inntur eftir viðbrögðum við glæsimarkinu sem hann skoraði og tryggði Fjölni sigurinn. „Fyrst og fremst ánægður með að við vinnum loksins. Búnir að vera að mér finnst fínir leikir hjá okkur en einhvern veginn hefur þetta ekki dottið, þannig að ég er mjög ánægður með að við skildum hafa klárað þennan leik. Rúsínan í pylsuendanum að maður skildi hafa skorað markið.“ „Mér fannst við spila þetta nokkuð vel, vera betra fótboltaliðið á vellinum, en þeir eru baráttuglaðir. Þeir refsa okkur í byrjun seinni hálfleiks og við vissum það alveg að þeir gætu refsað okkur ef við værum ekki á tánum en við stóðum þetta af okkur og ég man í fljótu bragði ekki eftir mörgum færum frá þeim.“ Sjálfstraustið ætti því að vera nokkuð hátt fyrir heimsókn stórveldisins úr Vesturbænum í næstu umferð. „Við erum búnir að vera fullir af sjálfstrausti í allt sumar og höldum því bara áfram,“ sagði Almarr Ormarsson. Marc: Brugðumst stuðningsmönnunum „Það vantaði alls staðar upp á hjá okkur. Við þurfum að horfa inn á við og skoða okkur sjálfa, það eru nokkrir dagar í næsta leik og við þurfum að standa okkur betur, þetta var ekki nógu gott,“ sagði Marc McAusland, fyrirliði Keflavíkur, eftir leikinn. „Við brugðumst okkur sjálfum og við brugðumst stuðningsmönnunum.“ Leikur Keflvíkinga í dag var heilt á litið slæmur og fátt jákvætt hægt að taka úr honum. „Í síðustu umferð vorum við óheppnir að fá ekkert út úr leiknum en í dag vorum við bara ekki nógu góðir. Við unnum ekki nógu mikið og við börðumst ekki nóg.“ Þessi leikur var kjörið tækifæri fyrir Keflvíkinga að ná góðum úrslitum, heimaleikur gegn liði sem var á sama stað og þeir í töflunni, en þeir nýttu það alls ekki. „Tveir heimaleikir og tvö töp er ekki nógu gott. Við náðum að jafna en gerðum svo ekki neitt og hleyptum þeim aftur inn í leikinn og leyfðum þeim að skora.“ „Við sköpuðum okkur ekki neitt og við þurfum svo sannarlega að laga okkar leik,“ sagði Marc McAusland.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti