Bandarísk yfirvöld rannsaka Cambridge Analytica Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 11:02 Cambridge Analytica er sagt hafa notfært sér persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook án leyfis. Vísir/AFP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alríkislögreglan FBI hafa sóst eftir viðtölum við fyrrverandi starfsmenn og banka breska ráðgjafarfyrirtækisins Cambridge Analytica í tengslum við rannsókn þeirra á því. Cambridge Analytica vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump forseta árið 2016.New York Times segir að svo virðist sem að rannsóknin sé á frumstigi. Fregnir bárust af því í mars að Cambridge Analytica hefði nýtt sér illa fengnar persónuupplýsingar um milljónir Facebook-notenda til að geta sérsniðið áróður að kjósendum. Þá stærðu stjórnendur fyrirtækisins af því að hafa beitti bellibrögðum til að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa. Rannsakendurnir eru einnig sagðir hafa haft samband við Facebook. Rannsóknin virðist beinast að viðskiptum fyrirtækisins og hvernig það notaði persónuupplýsingar af Facebook. Ekki er ljóst hvort að rannsóknin tengist þeirri sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa rætt við að minnsta kosti tvo stjórnendur Cambridge Analytica í desember. Cambridge Analytica lýsti sig gjaldþrota í síðasta mánuði og sögðu stjórnendur fyrirtækisins að því yrði lokað. Fyrirtækið hefur neitað því að hafa notað Facebook-persónuupplýsingar í kosningabaráttunni vestanhafs árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Cambridge Analytica hættir starfsemi Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli varðandi persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. 2. maí 2018 19:14 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alríkislögreglan FBI hafa sóst eftir viðtölum við fyrrverandi starfsmenn og banka breska ráðgjafarfyrirtækisins Cambridge Analytica í tengslum við rannsókn þeirra á því. Cambridge Analytica vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump forseta árið 2016.New York Times segir að svo virðist sem að rannsóknin sé á frumstigi. Fregnir bárust af því í mars að Cambridge Analytica hefði nýtt sér illa fengnar persónuupplýsingar um milljónir Facebook-notenda til að geta sérsniðið áróður að kjósendum. Þá stærðu stjórnendur fyrirtækisins af því að hafa beitti bellibrögðum til að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa. Rannsakendurnir eru einnig sagðir hafa haft samband við Facebook. Rannsóknin virðist beinast að viðskiptum fyrirtækisins og hvernig það notaði persónuupplýsingar af Facebook. Ekki er ljóst hvort að rannsóknin tengist þeirri sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa rætt við að minnsta kosti tvo stjórnendur Cambridge Analytica í desember. Cambridge Analytica lýsti sig gjaldþrota í síðasta mánuði og sögðu stjórnendur fyrirtækisins að því yrði lokað. Fyrirtækið hefur neitað því að hafa notað Facebook-persónuupplýsingar í kosningabaráttunni vestanhafs árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Cambridge Analytica hættir starfsemi Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli varðandi persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. 2. maí 2018 19:14 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Cambridge Analytica hættir starfsemi Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli varðandi persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. 2. maí 2018 19:14
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45