Malavar hæstánægðir með fimm sjúkrabíla frá Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 07:39 Um er að ræða fimm Land Cruiser-jeppa Nyasa Times Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times. Malaví Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times.
Malaví Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira