Liverpool mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 26. maí næst komandi á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Enska félagið fékk rúmlega 16 þúsund miða handa stuðningsmönnum sínum.
„Það að koma svona fram við þá sem halda fótboltanum uppi bendir til þess að það sé eitthvað virkilega mikið að fótboltaheiminum,“ tísti Tony Barret, stuðningsmannatengiliður Liverpool.
„Ákvörðunina um að halda úrslitaleikinn á stað sem er svona erfitt og ótrúlega dýrt að komast til þarf að útskýra.“
Flug til og frá Bretlandi til Kænugarðs eru í kringum 1400 pund samkvæmt BBC eða hátt í 200 þúsund krónur. Mörg hótel og gistihús á svæðinu hafa hækkað verð sitt á nóttinni í kringum úrslitaleikinn svo íbúar Kænugarðs hafa brugðist á það ráð að bjóða stuðningsmönnum fría gistingu.
The decision to hold the final at a location which is so difficult and so extraordinarily expensive to get to is one that needs explaining by those who made it. In itself, it suggests something in football is badly broken when the lifeblood of the game can be treated this way.
— Tony Barrett (@TonyBarrett) May 13, 2018