Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. maí 2018 15:45 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal. Vísir/Heiða Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira