Oddvitaáskorunin: Mætti í kennslu með saumsprettu á viðkvæmum stað Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2018 12:00 Bjarki með vini og syni í fjallgöngu í Lundareykjadal. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning