AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2018 14:59 Cohen virðist hafa reynt að hagnast á tengslum sínum við Trump forseta strax eftir að hann tók við embætti í fyrra. Vísir/AFP Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17