Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2018 21:00 Þörungabóndinn Bren Smith sækir sjávarfangið. Skjáskot/60 mínútur. Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta sem er að gerast í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis, en þeir þykja ofurfæða og gott vopn gegn súrnun sjávar. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hérlendis hafa menn raunar unnið þörunga úr Breiðafirði frá árinu 1975 en þar er þeim skipað á land á Reykhólum. Í þörungaverksmiðjunni eru þeir þurrkaðir, malaðir og sekkjaðir og seldir út í heim, meðal annars til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði.Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur unnið þang og þara úr Breiðafirði í 43 ár.Fréttaþátturinn 60 mínútur, sem sýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi, lýsti því hvernig augu vísindaheimsins og matvælageirans eru farin að beinast að þörungum sem ofurfæðu. Fréttamaðurinn Lesley Stahl heimsótti fyrsta bandaríska þörungabúgarðinn. Þeir eru nú orðnir níu talsins og hálf tylft til viðbótar í undirbúningi. „Við vonum að eftir tíu, tuttugu ár verði þúsundir bænda farnir að gera þetta. Við teljum að þetta sé framtíðin, að færa okkur út á sjó,” segir þörungabóndinn Bren Smith. Við ræktunina er þörungafræjum komið fyrir á reipum og þau sett í sjó. Ólíkt ræktunarjurtum á landi þarf engan áburð og þörungarnir fá alla sína næringu í sjónum. Á fimm til sex mánuðum vaxa örsmá fræin upp í fjögurra til fimm metra langar plöntur. „Þessi planta er ein af þeim sem vaxa hraðast á jörðinni,” segir þörungabóndinn. Fimm mánuðum síðar er kominn þaraskógur. Uppskeran rokselst, að sögn bóndans. Meðal viðskiptavina hans eru Google fyrir starfsmannamötuneyti sín, Yale-háskóli og nokkrir veitingastaðir og heildsalar. Þörungar þykja ríkir af kalki, trefjum, járni og andoxunarefnum. Kokkur, sem gefið hefur út matreiðslubók með þörungaréttum, eldaði einn réttinn fyrir Lesley Stahl. „Þetta er mjög gott, sannarlega gott,” voru viðbrögðin þegar hún bragðaði á matnum.Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Vísindamenn segja ræktun þörunga vinna gegn súrnun sjávar. „Hugsaðu þér tré á landi sem draga koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Þang og þari eru mjög góð í að draga koldíoxíð úr sjónum,” segir Betsy Peabody, stofnandi og framkvæmdastjóri Puget Sound-umhverfissjóðsins, sem styður við rannsóknir á þessu sviði. -Svo það sem þið eruð að gera samsvarar því að planta trjám í sjónum? „Einmitt,” svarar Betsy. Bændurnir fá þann bónus að ræktun skeldýra eins og kræklinga fer vel saman með þörungaræktinni, eins og Bren Smith sýndi í fréttinni. -Ertu þá fiskimaður eða bóndi? „Ég er bóndi núna, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ég er sjávarbóndi,” svarar Bren Smith. Núna er það spurningin hvort þess verði langt að bíða að þörungabúgarðar sjáist á íslenskum fjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta sem er að gerast í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis, en þeir þykja ofurfæða og gott vopn gegn súrnun sjávar. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hérlendis hafa menn raunar unnið þörunga úr Breiðafirði frá árinu 1975 en þar er þeim skipað á land á Reykhólum. Í þörungaverksmiðjunni eru þeir þurrkaðir, malaðir og sekkjaðir og seldir út í heim, meðal annars til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði.Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur unnið þang og þara úr Breiðafirði í 43 ár.Fréttaþátturinn 60 mínútur, sem sýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi, lýsti því hvernig augu vísindaheimsins og matvælageirans eru farin að beinast að þörungum sem ofurfæðu. Fréttamaðurinn Lesley Stahl heimsótti fyrsta bandaríska þörungabúgarðinn. Þeir eru nú orðnir níu talsins og hálf tylft til viðbótar í undirbúningi. „Við vonum að eftir tíu, tuttugu ár verði þúsundir bænda farnir að gera þetta. Við teljum að þetta sé framtíðin, að færa okkur út á sjó,” segir þörungabóndinn Bren Smith. Við ræktunina er þörungafræjum komið fyrir á reipum og þau sett í sjó. Ólíkt ræktunarjurtum á landi þarf engan áburð og þörungarnir fá alla sína næringu í sjónum. Á fimm til sex mánuðum vaxa örsmá fræin upp í fjögurra til fimm metra langar plöntur. „Þessi planta er ein af þeim sem vaxa hraðast á jörðinni,” segir þörungabóndinn. Fimm mánuðum síðar er kominn þaraskógur. Uppskeran rokselst, að sögn bóndans. Meðal viðskiptavina hans eru Google fyrir starfsmannamötuneyti sín, Yale-háskóli og nokkrir veitingastaðir og heildsalar. Þörungar þykja ríkir af kalki, trefjum, járni og andoxunarefnum. Kokkur, sem gefið hefur út matreiðslubók með þörungaréttum, eldaði einn réttinn fyrir Lesley Stahl. „Þetta er mjög gott, sannarlega gott,” voru viðbrögðin þegar hún bragðaði á matnum.Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Vísindamenn segja ræktun þörunga vinna gegn súrnun sjávar. „Hugsaðu þér tré á landi sem draga koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Þang og þari eru mjög góð í að draga koldíoxíð úr sjónum,” segir Betsy Peabody, stofnandi og framkvæmdastjóri Puget Sound-umhverfissjóðsins, sem styður við rannsóknir á þessu sviði. -Svo það sem þið eruð að gera samsvarar því að planta trjám í sjónum? „Einmitt,” svarar Betsy. Bændurnir fá þann bónus að ræktun skeldýra eins og kræklinga fer vel saman með þörungaræktinni, eins og Bren Smith sýndi í fréttinni. -Ertu þá fiskimaður eða bóndi? „Ég er bóndi núna, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ég er sjávarbóndi,” svarar Bren Smith. Núna er það spurningin hvort þess verði langt að bíða að þörungabúgarðar sjáist á íslenskum fjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45