Um er að ræða stórglæsilegt einbýlishús á þremur hæðum og að auki er risíbúð í eigninni. Húsið er teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt.
Í fasteignaauglýsingunni segir að eigin sé öll endurnýjuð en fasteignamat hennar er 155 milljónir. Ásdís og Aðalsteinn hafa ekki sett kaupverð á eignina og óska því eftir tilboðum.
Húsið var byggt árið 1931 og eru alls sjö svefnherbergi í húsinu. Lóðin er eignarlóð og er alls 735,5 fermetrar að stærð.
Þar má finna nýuppgerða verönd út af jarðhæðinni með steinalögn og heitum potti.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.






