Skanna tvær milljónir mynda The Telegraph Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Myndasafnið frá The Telegraph fyllti heilan 40 feta gám. Á skrifstofunni hjá Arnaldi og félögum er allt morandi í myndum. Vísir/Sigtryggur Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira