Gerð nýrra laga hefst í vikunni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Mikill fjöldi fólks fylgdist spenntur með fregnum af úrslitum kosninganna á Írlandi. Vísir/getty Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25
Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45