Feministar handteknir og sakaðir um hryðjuverk í Sádí-Arabíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. maí 2018 12:53 Bann við akstri kvenna verður afnumið í næsta mánuði en mannréttindasamtök óttast að umbæturnar risti ekki djúpt Að minnsta kosti ellefu konur, sem barist hafa fyrir réttindum kvenna í Sádí-Arabíu, hafa verið handteknar og eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök segja þetta benda til þess að allt tal um umbætur í Sádí-Arabíu hafi verið orðin tóm. Krónprinsinn, Mohammad bin Salman, hefur kynnt sig sem umbótasinna og boðað breytingar í hinu afar íhaldssama samfélagi. Þá hefur hann varið miklu fé í kynningarstarf erlendis til að skapa sér þessa ímynd. Nýleg mánaðarlöng reisa hans um vesturlönd var liður í því starfi og hitti hann fjölda vestrænna leiðtoga. Konurnar ellefu sem voru handteknar voru allar tengdar baráttu gegn lögum sem svipta konur sjálfræði með því að gera feður þeirra eða eiginmenn að eiginlegum forsjáraðilum þeirra. Konur mega ekki vera á ferð á almannafæri án þess að vera í umsjón karlmanns. Ekki er á dagskrá að afnema þau lög á næstunni. Í næsta mánuði stendur hins vegar til að leyfa konum að keyra. Þegar sú breyting var tilkynnt fengu margir umbótasinnar skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að tala við fjölmiðla á meðan athygli heimsins beindist að landinu vegna þessa. Handtökurnar gætu því tengst þeim skilaboðum. Tengdar fréttir Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31 Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06 Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu konur, sem barist hafa fyrir réttindum kvenna í Sádí-Arabíu, hafa verið handteknar og eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök segja þetta benda til þess að allt tal um umbætur í Sádí-Arabíu hafi verið orðin tóm. Krónprinsinn, Mohammad bin Salman, hefur kynnt sig sem umbótasinna og boðað breytingar í hinu afar íhaldssama samfélagi. Þá hefur hann varið miklu fé í kynningarstarf erlendis til að skapa sér þessa ímynd. Nýleg mánaðarlöng reisa hans um vesturlönd var liður í því starfi og hitti hann fjölda vestrænna leiðtoga. Konurnar ellefu sem voru handteknar voru allar tengdar baráttu gegn lögum sem svipta konur sjálfræði með því að gera feður þeirra eða eiginmenn að eiginlegum forsjáraðilum þeirra. Konur mega ekki vera á ferð á almannafæri án þess að vera í umsjón karlmanns. Ekki er á dagskrá að afnema þau lög á næstunni. Í næsta mánuði stendur hins vegar til að leyfa konum að keyra. Þegar sú breyting var tilkynnt fengu margir umbótasinnar skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að tala við fjölmiðla á meðan athygli heimsins beindist að landinu vegna þessa. Handtökurnar gætu því tengst þeim skilaboðum.
Tengdar fréttir Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31 Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06 Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31
Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06
Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00