Lífið

Fosshóll til sölu á 170 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stendur rétt við Goðafoss eins og sjá má á myndinni.
Stendur rétt við Goðafoss eins og sjá má á myndinni.
Gistiheimilið Fosshóll við Goðafoss er komið í söluferli og er ásett verð 170 milljónir. Um er að ræða tæplega þúsund fermetra eign en húsið var byggt árið 1927.

Alls eru 23 herbergi í húsinu en þarna hefur verið rekin veitingarsala og gistihús frá árinu 1927. Frá 1997 hefur staðurinn verið í eigu Fosshóls ehf. og er það félag nú til sölu.

Fasteignamat eignarinnar er 53 milljónir. Húsið er við þjóðveg 1 á krossgötu við Sprengisandsveg. Í dag eru 23 herbergi til útleigu í þremur húsum. Í aðalbyggingunni er svo veitingastaðurinn sem rúmar 50-60 manns. Frá veitingarstað er fallegt útsýni út að Goðafossi. 

Hér að neðan má sjá fallegar myndir af eigninni og svæðinu sjálfu.  

Stórglæsilegt gult hús.
Fosshóll á fallegu sumarkvöldi
Matsalurinn á Fosshóli
Eitt af 23 herbergjum.
Goðafoss er við gistihúsið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.