Rússneskir hrekkjalómar göbbuðu breska utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:30 Breska utanríkisráðuneytið segir að Johnson hafi strax áttað sig á að um gabb væri að ræða. Símtalið stóð engu að síður yfir í átján mínútur. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki. Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki.
Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00
Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03
Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02