Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 20:14 Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu. Vísir Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur. Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur.
Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira