Eldgosið í Eyjafjallajökli hið frægasta síðustu áratuga Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á um sex prósent heimsbyggðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR fbl/PJETUR Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira