Sérstakt barnasvæði á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2018 16:30 Nóg um að vera fyrir börnin á Secret Solstice. Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“ Secret Solstice Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira
Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“
Secret Solstice Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira