Aganefndin klofnaði í ákvörðun refsingar Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 10:30 Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir nýbúinn að tala við hann. Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03
Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32
HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33
Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30