Ef millilandaflug yrði leyft gæti það stóraukið ferðamannastraum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. maí 2018 22:05 Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn. Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn.
Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira