Íslenskir óperuhöfundar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 17:45 Hugi (t.v.) og Daníel (t.h.) eru tilnefndir fyrir óperuverk. Daníel Bjarnason/Dagur Sigurðsson Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira