Leynilegar friðarviðræður í Afganistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 08:37 Fjöldi hermanna, jafnt í afganska stjórnarhernum sem og úr röðum talíbana, hafa fallið í átökum að undanförnu. Vísir/epa Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45
Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00
Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21