Fólkið fyrst Edda Hermannsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Edda Hermannsdóttir Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun