Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:45 Arkady Babchenko er á lífi. vísir/ap Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05