Málgagn Kim í hart við CNN og Fox News Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Kim Yong-chol hershöfðingi kom til Bandaríkjanna í gær. Vísir/getty Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58
Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58