Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2018 22:00 Nissan Altima hefur selst illa undanfarið vestra. Stórlækkaður hagnaðar Nissan á sölu bíla í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur ákveðið að minnka framleiðslu bíla sinna þar um 20%. Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. Mun niðurskurðurinn eiga við í tveimur verksmiðjum Nissan í Bandaríkjunum og þremur í Mexíkó. Það mun þó ekki leiða til uppsagna starfsfólks í verksmiðjunum. Frá mars í fyrra og til mars í ár hefur sala Nissan bíla fallið um 9,2% í Bandaríkjunum, en nokkur aukning var á sölu árið 2016. Það er helst slök sala Nissan Altima bílsins sem skýrir út hina minnkandi sölu, en ný gerð hans verður kynnt seinna á þessu ári. Fjárhagsár Nissan kláraðist í lok mars og hagnaður á sölu í Bandaríkjunum lækkaði um 30,5%. Nissan hefur ríflega tvöfaldað sölu bíla sinna í Bandarikjunum frá árinu 2010 og selur nú þar um 1,6 milljónir bíla á ári, en það er fast að 10% sölu allra bíla í landinu á ári. Um 60% allra seldra bíla Nissan í Bandaríkjunum eru framleiddir þar í landi eða í Mexíkó. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Stórlækkaður hagnaðar Nissan á sölu bíla í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur ákveðið að minnka framleiðslu bíla sinna þar um 20%. Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. Mun niðurskurðurinn eiga við í tveimur verksmiðjum Nissan í Bandaríkjunum og þremur í Mexíkó. Það mun þó ekki leiða til uppsagna starfsfólks í verksmiðjunum. Frá mars í fyrra og til mars í ár hefur sala Nissan bíla fallið um 9,2% í Bandaríkjunum, en nokkur aukning var á sölu árið 2016. Það er helst slök sala Nissan Altima bílsins sem skýrir út hina minnkandi sölu, en ný gerð hans verður kynnt seinna á þessu ári. Fjárhagsár Nissan kláraðist í lok mars og hagnaður á sölu í Bandaríkjunum lækkaði um 30,5%. Nissan hefur ríflega tvöfaldað sölu bíla sinna í Bandarikjunum frá árinu 2010 og selur nú þar um 1,6 milljónir bíla á ári, en það er fast að 10% sölu allra bíla í landinu á ári. Um 60% allra seldra bíla Nissan í Bandaríkjunum eru framleiddir þar í landi eða í Mexíkó.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent