Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, hefur sett stórglæsilegt einbýlishús sitt við Blikanes í Garðabæ á söluskrá en um er að ræða 470 fermetra hús eftir arkitektinn vinsæla Manfreð Vilhjálmsson.
Húsið var hannað 1967 fyrir Odd Thorarensen og hefur sterk einkenni þessa magnaða arkitekts.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og í breytingum þess var passað að halda í karakter og virðing borinn fyrir hönnun hússins. Rúmgóð eign sem snýr til suðurs með góðu útsýni.
Fasteignamat eignarinnar er 120 milljónir en eigandinn leitar eftir tilboði. Alls eru fimm svefnherbergi í húsinu og fjögur baðherbergi.
Hér að neðan má sjá fallega myndir af Blikanesi 21.
Einstök hönnun eftir Manfreð Vilhjálmsson.Smekkleg setustofan.Handbragð Manfreðs sést greinilega í húsinu.Mikil birta er í húsinu eins og sjá má hér í þessu svefnherbergi.Nýuppgert baðherbergi. Alls eru fjögur baðherbergi í eiginni.Borðstofan einstaklega glæsileg.Skemmtileg verönd fyrir utan eignina í Blikanesi.
Í síðasta þætti af Fallegum íslenskum heimilum var farið í Barðavoginn. Í Barðavoginum í vogahverfinu er fallegt hús sem teiknað er af Manfreð Vilhjálmssyni.