Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Hluti af fatnaðinum sem safnast er seldur í verslunum Rauða krossins. Til dæms þeirri sem er við Hlemm. vísir/eyþór Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira