Ráðherra telur nýjan samning við Microsoft geta sparað milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira