Á ég að gæta bróður míns? Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns?
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun